Sport

Jol grætur ekki tapið

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur í ensku Úrvalsdeildinni, var furðu hress eftir tap sinna manna fyrir Charlton í gærkvöld í leik sem segja má að hafi verið sex stiga leikur í baráttunni um Evrópusæti á næsta ári. "Það var kannski dálítil þreyta í mínum mönnum eftir erfiðan bikarleik við Newcastle um helgina, en rétt eins og í þeim leik, fannst mér við vera betri aðilinn heilt yfir.  Við lékum mestan part leiks inná þeirra vallarhelmingi og vorum að stjórna leiknum.  Þegar maður leikur á útivelli er óvíst að maður fái fleiri en tvö eða þrjú marktækifæri en við fengum fleiri gegn Charlton og nýttum þau því miður ekki.  Ég hef alltaf sagt að ef við klárum þetta tímabil í efri helmingi deildarinnar sé ég að mestu sáttur og ég sé ekki að það sé óraunhæft markmið á þessari stundu", sagði Hollendingurinn stóískur eftir leikinn, en ekki er alls víst að allir stuðningsmenn Tottenham séu sammála honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×