Innlent

Raforkunotkun mest á Íslandi

Raforkunotkun Íslendinga er sú mesta í heiminum og notaði hver íbúi að meðaltal 29.500 kílóvattsstundir af raforku á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Orkuspánefnd. Þá var aukning á almennri forgangsnotkun sú mesta í 20 ár eða frá 1987. Raforkunotkun hefur aukist mikið síðustu ár, aðallega vegna eflingar orkufreks iðnaðar. Raforkunotkun stóriðju stóð í stað á síðasta ári eftir mikla aukningu á árunum 1996-2003. Raforkuvinnsla jókst um 1,5 prósent á milli ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×