Tekjur RÚV aukast um 400 milljónir 15. mars 2005 00:01 Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að afnotagjöld verði afnumin en þess í stað innheimtur nefskattur á hvern einstakling á aldrinum 16-70 ára sem hefur 800 þúsund krónur eða meira í árslaun. Nefskatturinn verður 1.120 krónur á mann á mánuði, eða 13.440 krónur á ári, og mun skila Ríkisútvarpinu 400 milljónum meiri tekjum á ári en afnotagjöldin gera nú. Þá er talinn 80 milljóna króna sparnaður vegna kostnaðar við innheimtu afnotagjaldanna og um 118 milljónir sem Ríkisútvarpið greiðir nú til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Íslands. "Við erum að fjölga einstaklingunum en þetta er sanngjarnari leið og í raun lækkun fyrir einstaklinginn og fyrir hina venjulegu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín. Alls munu 160 þúsund einstaklingar og 22 þúsund fyrirtæki greiða þennan skatt sem Þorgerður Katrín segir að komi til með að auka svigrúm Ríkisútvarpsins. Auk þess að breyta tekjufyrirkomulagi stofnunarinnar er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að útvarpsráð verði lagt niður og stofnuð ný stjórn Ríkisútvarpsins. Enn fremur verður Ríkisútvarpið gert að sameignarfélagi í eigu íslenska ríkisins. "Við sjáum þarna tækifæri til þess að Ríkisútvarpið fái aukið svigrúm til þess að mæta öðrum kröfum samtímans, sem eru allt aðrar en þær voru, til þess að það geti athafnað sig betur án þess að missa sjónar á því hverjar skyldur Ríkisútvarpsins eru. Skyldur Ríkisútvarpsins eru fyrst og fremst í almannaþágu, að leggja rækt við íslenska tungu, efla innlent dagskrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla öryggishlutverk þess," segir Þorgerður Katrín. Útvarpsráð verður lagt niður en þess í stað kýs Alþingi fimm fulltrúa flokkanna. Eins og fyrirkomulagið er nú myndu ríkisstjórnarflokkarnir tilnefna þrjá menn í stjórn og stjórnarandstaðan tvo. "Ég er ekki svo viss um að menn hefðu orðið ánægðir með það að menntamálaráðherra hefði einn skipunarvaldið í þessa stjórn, eins og er reyndar með ýmsar aðrar stjórnir innan ríkisstofnana," segir Þorgerður Katrín. Í frumvarpinu er Ríkisútvarpinu gert heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. "Þetta er krafa frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, en háð mjög ströngum skilyrðum og varðar í raun rekstrarlegan aðskilnað. RÚV má ekki nota fjármunina sem koma í gegnum nefskattinn í þá starfsemi," segir Þorgerður Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira