Vonast eftir enn meiri hræringum 14. mars 2005 00:01 "Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum. Jóhannes segir að fram að þessu hafi matvöruverslanir raðað sér í ákveðna röð á markaðinum og að verið sé að gera nokkurs konar uppreisn gegn því ástandi. "Það er alveg ljóst að neytendur hafa skammtímahagnað af þessu en langtímahagnaður á eftir að koma í ljós." Neytendasamtökin vona að verðstríð síðustu vikna eigi eftir að ýta undir meiri hræringar á matvörumarkaði en Jóhannes segir augljóst að menn gefi ekki mjólkina til lengri tíma. Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Lýðheilsustöð, er að vonum ánægð með hið lága vöruverð sem landsmenn hafa notið síðustu vikur. Hún segir gott að lágvöruverslanir hafi boðið hollustuvörur, eins og ávexti og mjólkurvörur, á mun lægra verði en þekkst hefur. "Þetta ástand hefur verið nokkurs konar auglýsing fyrir hollar vörur og þar af leiðandi hvatt til aukinnar hollustu," segir Laufey. "Samt sem áður hefur þetta verðstríð gengið svolítið út í öfgar og verið ágætis skemmtiatriði. Persónulega hef ég haft gaman af að fara út í búð undanfarið en starfsfólkið er eflaust þreytt eftir annasama daga.'' Samkvæmt heimasíðu Hagstofunnar lækkaði verð dagvöru um 2,7% milli mánaða, sem rekja má til verðstríðs á matvörumarkaði. Það hefur þó ekki orðið til lækkunar á vísitölu neysluverðs, sem hækkaði um 0,75% frá fyrri mánuði, úr 239,7 stigum í 241,5. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um verð á mjólk klukkan 14 í gær kostaði lítrinn 57 krónur hjá Bónusi en 59 krónur hjá Krónunni. Fréttir Innlent Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
"Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum. Jóhannes segir að fram að þessu hafi matvöruverslanir raðað sér í ákveðna röð á markaðinum og að verið sé að gera nokkurs konar uppreisn gegn því ástandi. "Það er alveg ljóst að neytendur hafa skammtímahagnað af þessu en langtímahagnaður á eftir að koma í ljós." Neytendasamtökin vona að verðstríð síðustu vikna eigi eftir að ýta undir meiri hræringar á matvörumarkaði en Jóhannes segir augljóst að menn gefi ekki mjólkina til lengri tíma. Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Lýðheilsustöð, er að vonum ánægð með hið lága vöruverð sem landsmenn hafa notið síðustu vikur. Hún segir gott að lágvöruverslanir hafi boðið hollustuvörur, eins og ávexti og mjólkurvörur, á mun lægra verði en þekkst hefur. "Þetta ástand hefur verið nokkurs konar auglýsing fyrir hollar vörur og þar af leiðandi hvatt til aukinnar hollustu," segir Laufey. "Samt sem áður hefur þetta verðstríð gengið svolítið út í öfgar og verið ágætis skemmtiatriði. Persónulega hef ég haft gaman af að fara út í búð undanfarið en starfsfólkið er eflaust þreytt eftir annasama daga.'' Samkvæmt heimasíðu Hagstofunnar lækkaði verð dagvöru um 2,7% milli mánaða, sem rekja má til verðstríðs á matvörumarkaði. Það hefur þó ekki orðið til lækkunar á vísitölu neysluverðs, sem hækkaði um 0,75% frá fyrri mánuði, úr 239,7 stigum í 241,5. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um verð á mjólk klukkan 14 í gær kostaði lítrinn 57 krónur hjá Bónusi en 59 krónur hjá Krónunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira