Innlent

27 stiga frost í Bláfjöllum

Fámennt var í Bláfjöllum dag enda ekki nema fyrir þá allra hraustustu að renna sér í frostinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var óvenju kalt í Bláfjöllum, eða 12-14 stiga frost, og vindhraði um 10-15 metrar á sekúndu. Má því gera ráð fyrir að allt að 27 stiga frost hafi verið á svæðinu þegar tillit er tekið til vindkælingar. Grétar Þórisson, forstöðumaður skíðasvæðanna, segir tvennt orsaka fámennið í fjöllunum: annars vegar kuldinn og hins vegar hlákutíðin undanfarið. „Fólk hefur hreinlega ekki trúað því að það sé snjór hérna í fjöllunum, þó við séum búnir að ganga mjög langt í að kynna það,“ segir Grétar og spáir því að snjórinn verði áfram fram yfir páska. Í vetur hefur verið opið í Bláfjöllum í tæplega fimmtíu daga en fyrir árið 1995 var að meðaltali opið í 60 til 70 daga og er Grétar vongóður um að svipaður dagafjöldi náist nú. Hann telur að um eitt hundrað manns hafi verið á skíðasvæðinu í hádeginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×