Sport

Breiðablik áfram á sigurbraut

Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í deildarbikarnum í gær þegar liðið sigraði ÍA með tveimur mörkum gegn einu. Valur skellti Víkingi 5-2 þar sem Matthías Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Val. Þá sigraði Fylkir Grindavík 5-4 en Fylkir komst í 5-2. Björgólfur Takefusa skoraði þrennu fyrir Fylki og þeir Sævar Þór Gíslason og Eric Gustafsson sitt markið hvor. Grindavík tefldi fram tveimur nýjum leikmönnum frá Serbíu í leiknum, markverðinum Boban Savic og miðjumanninum Dejan Vasic.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×