Innlent

Hafísinn nálgast landið

Hafís er kominn nokkuð nærri landi og fer siglingaleiðin fyrir Horn að verða varasöm, ef veðurspá næstu daga gengur eftir, auk þess sem ís fer að nálgast Grímsey. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sýn fór í ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi í gær. Samkvæmt því lá ísbrúnin næst landi 10 sjómílur norður af Kögri, 20 sjómílur norðaustur af Geirólfsnúpi, 20 sjómílur norðvestur af Grímsey og 42 sjómílur norðnorðaustur af Fonti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×