Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega 10. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, er stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar sem mjög er orðuð við fyrirhuguð kaup á Símanum. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við það. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni, sem þá var forstjóri Símans, hins vegar gert að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaáforma Símans að undirlagi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Reyndar tilgreindi Sturla það sem eina ástæðu þess að Þórarinn hefði verið látinn hætta sem forstjóri Símans að hann hefði eingöngu kallað inn fyrir sig varamenn í stjórnirnar. Í fljótu bragði er erfitt að sjá muninn á aðstöðunni sem Brynjólfur er í nú og þeirri aðstöðu sem Þórarinn var í á sínum tíma. Upp á það vill Geir H. Haarde fjármálaráðherra þó ekki kvitta. Geir baðst undan viðtali en sagði í símtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við stjórnarsetu Brynjólfs í Bakkavör og Almenna Lífeyrissjóðnum. Hann benti á að fyrirhuguð einkavæðing Símans í þetta skipti væri í fastari skorðum og forstjóri Símans ekki jafn tengdur söluferlinu og í forstjóratíð Þórarins Viðars. Söluferlið væri ekki komið það langt að það reyni á það hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum. Hann sagði enn fremur að hvorki fréttastofa Stöðvar 2 né hann sjálfur hefði nokkra hugmynd um það hver kæmi til með að kaupa Símann eða bjóða í fyrirtækið, Bakkavör eða aðrir. Hvort brotið hafi verið á Þórarni Viðari vildi ráðherra ekkert tjá sig um. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kallar þó eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda við sambærilegar aðstæður. Hann segir það geðþóttaákvörðun hverju sinni hvort menn eigi að hafa hreint borð í þessum efnum eða ekki. Hann hafi haldið að ríkisstjórnin hefði lært það af fyrri óförum sínum í málefnum Símans að reyna nú að standa þannig að málum að það væri sæmilega hafið yfir vafa og ekki sköpuð tortryggni eins og svona lagað bjóði upp á. Og það telur Steingrímur að stjórnarseta Brynjólfs, forstjóra Símans, í félögum sem orðuð eru við fyrirhuguð kaup, geri. Hann telji að það sé alveg ljóst að það sé óheppilegt að það liggi einhverjir þræðir á milli fyrirtækisins sem bíði þess að verða selt og aðila í þjóðfélaginu sem kunni að hafa áhuga á að kaupa það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, er stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar sem mjög er orðuð við fyrirhuguð kaup á Símanum. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við það. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni, sem þá var forstjóri Símans, hins vegar gert að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaáforma Símans að undirlagi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Reyndar tilgreindi Sturla það sem eina ástæðu þess að Þórarinn hefði verið látinn hætta sem forstjóri Símans að hann hefði eingöngu kallað inn fyrir sig varamenn í stjórnirnar. Í fljótu bragði er erfitt að sjá muninn á aðstöðunni sem Brynjólfur er í nú og þeirri aðstöðu sem Þórarinn var í á sínum tíma. Upp á það vill Geir H. Haarde fjármálaráðherra þó ekki kvitta. Geir baðst undan viðtali en sagði í símtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við stjórnarsetu Brynjólfs í Bakkavör og Almenna Lífeyrissjóðnum. Hann benti á að fyrirhuguð einkavæðing Símans í þetta skipti væri í fastari skorðum og forstjóri Símans ekki jafn tengdur söluferlinu og í forstjóratíð Þórarins Viðars. Söluferlið væri ekki komið það langt að það reyni á það hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum. Hann sagði enn fremur að hvorki fréttastofa Stöðvar 2 né hann sjálfur hefði nokkra hugmynd um það hver kæmi til með að kaupa Símann eða bjóða í fyrirtækið, Bakkavör eða aðrir. Hvort brotið hafi verið á Þórarni Viðari vildi ráðherra ekkert tjá sig um. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kallar þó eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda við sambærilegar aðstæður. Hann segir það geðþóttaákvörðun hverju sinni hvort menn eigi að hafa hreint borð í þessum efnum eða ekki. Hann hafi haldið að ríkisstjórnin hefði lært það af fyrri óförum sínum í málefnum Símans að reyna nú að standa þannig að málum að það væri sæmilega hafið yfir vafa og ekki sköpuð tortryggni eins og svona lagað bjóði upp á. Og það telur Steingrímur að stjórnarseta Brynjólfs, forstjóra Símans, í félögum sem orðuð eru við fyrirhuguð kaup, geri. Hann telji að það sé alveg ljóst að það sé óheppilegt að það liggi einhverjir þræðir á milli fyrirtækisins sem bíði þess að verða selt og aðila í þjóðfélaginu sem kunni að hafa áhuga á að kaupa það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira