Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega 10. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, er stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar sem mjög er orðuð við fyrirhuguð kaup á Símanum. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við það. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni, sem þá var forstjóri Símans, hins vegar gert að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaáforma Símans að undirlagi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Reyndar tilgreindi Sturla það sem eina ástæðu þess að Þórarinn hefði verið látinn hætta sem forstjóri Símans að hann hefði eingöngu kallað inn fyrir sig varamenn í stjórnirnar. Í fljótu bragði er erfitt að sjá muninn á aðstöðunni sem Brynjólfur er í nú og þeirri aðstöðu sem Þórarinn var í á sínum tíma. Upp á það vill Geir H. Haarde fjármálaráðherra þó ekki kvitta. Geir baðst undan viðtali en sagði í símtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við stjórnarsetu Brynjólfs í Bakkavör og Almenna Lífeyrissjóðnum. Hann benti á að fyrirhuguð einkavæðing Símans í þetta skipti væri í fastari skorðum og forstjóri Símans ekki jafn tengdur söluferlinu og í forstjóratíð Þórarins Viðars. Söluferlið væri ekki komið það langt að það reyni á það hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum. Hann sagði enn fremur að hvorki fréttastofa Stöðvar 2 né hann sjálfur hefði nokkra hugmynd um það hver kæmi til með að kaupa Símann eða bjóða í fyrirtækið, Bakkavör eða aðrir. Hvort brotið hafi verið á Þórarni Viðari vildi ráðherra ekkert tjá sig um. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kallar þó eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda við sambærilegar aðstæður. Hann segir það geðþóttaákvörðun hverju sinni hvort menn eigi að hafa hreint borð í þessum efnum eða ekki. Hann hafi haldið að ríkisstjórnin hefði lært það af fyrri óförum sínum í málefnum Símans að reyna nú að standa þannig að málum að það væri sæmilega hafið yfir vafa og ekki sköpuð tortryggni eins og svona lagað bjóði upp á. Og það telur Steingrímur að stjórnarseta Brynjólfs, forstjóra Símans, í félögum sem orðuð eru við fyrirhuguð kaup, geri. Hann telji að það sé alveg ljóst að það sé óheppilegt að það liggi einhverjir þræðir á milli fyrirtækisins sem bíði þess að verða selt og aðila í þjóðfélaginu sem kunni að hafa áhuga á að kaupa það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, er stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar sem mjög er orðuð við fyrirhuguð kaup á Símanum. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við það. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni, sem þá var forstjóri Símans, hins vegar gert að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaáforma Símans að undirlagi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Reyndar tilgreindi Sturla það sem eina ástæðu þess að Þórarinn hefði verið látinn hætta sem forstjóri Símans að hann hefði eingöngu kallað inn fyrir sig varamenn í stjórnirnar. Í fljótu bragði er erfitt að sjá muninn á aðstöðunni sem Brynjólfur er í nú og þeirri aðstöðu sem Þórarinn var í á sínum tíma. Upp á það vill Geir H. Haarde fjármálaráðherra þó ekki kvitta. Geir baðst undan viðtali en sagði í símtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við stjórnarsetu Brynjólfs í Bakkavör og Almenna Lífeyrissjóðnum. Hann benti á að fyrirhuguð einkavæðing Símans í þetta skipti væri í fastari skorðum og forstjóri Símans ekki jafn tengdur söluferlinu og í forstjóratíð Þórarins Viðars. Söluferlið væri ekki komið það langt að það reyni á það hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum. Hann sagði enn fremur að hvorki fréttastofa Stöðvar 2 né hann sjálfur hefði nokkra hugmynd um það hver kæmi til með að kaupa Símann eða bjóða í fyrirtækið, Bakkavör eða aðrir. Hvort brotið hafi verið á Þórarni Viðari vildi ráðherra ekkert tjá sig um. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kallar þó eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda við sambærilegar aðstæður. Hann segir það geðþóttaákvörðun hverju sinni hvort menn eigi að hafa hreint borð í þessum efnum eða ekki. Hann hafi haldið að ríkisstjórnin hefði lært það af fyrri óförum sínum í málefnum Símans að reyna nú að standa þannig að málum að það væri sæmilega hafið yfir vafa og ekki sköpuð tortryggni eins og svona lagað bjóði upp á. Og það telur Steingrímur að stjórnarseta Brynjólfs, forstjóra Símans, í félögum sem orðuð eru við fyrirhuguð kaup, geri. Hann telji að það sé alveg ljóst að það sé óheppilegt að það liggi einhverjir þræðir á milli fyrirtækisins sem bíði þess að verða selt og aðila í þjóðfélaginu sem kunni að hafa áhuga á að kaupa það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira