Sport

Pennant áfrýjar ekki

Jermaine Pennant, sem er í láni hjá Arsenal frá Birmingham, hefur ákveðið að áfrýja ekki þeim þriggja mánaða fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir ölvunarakstur. Pennant var handtekinn í janúar undir áhrifum á ótryggðri bifreið undir áhrifum áfengis. Ári áður hafði kappinn verið sviptur ökuleyfinu fyrir ölvunarakstur. Auk fangelsisvistarinnar missir Pennant ökuleyfið í þrjú ár. Samkvæmt talsmanni Arsenal breytir dómurinn engu varðandi dvöl hans hjá liðinu en lánssamningurinn rennur út í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×