Vöruviðskipti DAS í fortíðinni 7. mars 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir unnið að endurskoðun laga um happdrætti hjá dómsmálaráðuneytinu. "Ég er að láta útbúa ný happdrættislög þar sem tekið verður af skarið um þessi mál svo menn þurfi ekki að vera í vafa þegar lögin eru lesin," segir Björn. Vafinn sem um ræðir er sá að Happdrætti DAS, sem hefur lagaheimild til úthlutunar fjármuna til vörukaupa, hlutast ekki til um í hvað vinningahafar eyða þeim fjárhæðum sem þeim fellur í skaut. Happdrætti háskóla Íslands hefur hins vegar einkaleyfi til óskuldbundinna peningagreiðslna til ársins 2019. Björn segir að hann hafi ekkert við vinnuhætti Happdrættis DAS að athuga, telji menn að lög séu brotin sé unnt að leita álits dómstóla á því. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættis DAS, segir áralanga hefð fyrir vinnuháttum happdrættisins, enda heyri vöruviðskipti sögunni til. Vinningshafar séu beðnir um greiðslukvittanir þegar fjárhæðir til kaupa á vörum að eigin vali séu reiddar fram. Ekki sé amast við því rétti vinningshafar fram eldri greiðslukvittanir en útdrátturinn segi til um, því hvergi í lögum né reglugerðum um Happdrættis DAS sé tilgreint að greiða beri vinninga út gegn reikningum sem séu eftir dráttardag í happdrættinu. Sigurður segir að geti vinningshafi ekki sýnt greiðslukvittun komi það ekki í veg fyrir að fjárhæðir falli vinningshafa í skaut. Reglurnar kveði einungis á um að Happdrætti DAS megi ekki bjóða peninga í vinning. Sigurður gagnrýnir einkaleyfi Happdrættis háskóla Íslands til fégreiðslna og segir það hvorki í takt við nútíma viðskiptahætti né samrýmast samkeppnislögum. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir stofnunina hafa úrskurðað um ójafnræði happdrætta árið 2000. Það ójafnræði ríki enn: "Því var þá beint til ráðherra að samkeppnisstaða happdrætta yrði jöfnuð." Björn segist ekki ræða efni frumvarps sem sé í smíðum og því ekki hvort farið verði að ráðleggingum samkeppnisstofnunar. Fréttir Innlent Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir unnið að endurskoðun laga um happdrætti hjá dómsmálaráðuneytinu. "Ég er að láta útbúa ný happdrættislög þar sem tekið verður af skarið um þessi mál svo menn þurfi ekki að vera í vafa þegar lögin eru lesin," segir Björn. Vafinn sem um ræðir er sá að Happdrætti DAS, sem hefur lagaheimild til úthlutunar fjármuna til vörukaupa, hlutast ekki til um í hvað vinningahafar eyða þeim fjárhæðum sem þeim fellur í skaut. Happdrætti háskóla Íslands hefur hins vegar einkaleyfi til óskuldbundinna peningagreiðslna til ársins 2019. Björn segir að hann hafi ekkert við vinnuhætti Happdrættis DAS að athuga, telji menn að lög séu brotin sé unnt að leita álits dómstóla á því. Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri happdrættis DAS, segir áralanga hefð fyrir vinnuháttum happdrættisins, enda heyri vöruviðskipti sögunni til. Vinningshafar séu beðnir um greiðslukvittanir þegar fjárhæðir til kaupa á vörum að eigin vali séu reiddar fram. Ekki sé amast við því rétti vinningshafar fram eldri greiðslukvittanir en útdrátturinn segi til um, því hvergi í lögum né reglugerðum um Happdrættis DAS sé tilgreint að greiða beri vinninga út gegn reikningum sem séu eftir dráttardag í happdrættinu. Sigurður segir að geti vinningshafi ekki sýnt greiðslukvittun komi það ekki í veg fyrir að fjárhæðir falli vinningshafa í skaut. Reglurnar kveði einungis á um að Happdrætti DAS megi ekki bjóða peninga í vinning. Sigurður gagnrýnir einkaleyfi Happdrættis háskóla Íslands til fégreiðslna og segir það hvorki í takt við nútíma viðskiptahætti né samrýmast samkeppnislögum. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, segir stofnunina hafa úrskurðað um ójafnræði happdrætta árið 2000. Það ójafnræði ríki enn: "Því var þá beint til ráðherra að samkeppnisstaða happdrætta yrði jöfnuð." Björn segist ekki ræða efni frumvarps sem sé í smíðum og því ekki hvort farið verði að ráðleggingum samkeppnisstofnunar.
Fréttir Innlent Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira