Innlent

Átak hjá ASÍ

Alþýðusamband Íslands ætlar að fara í átak til að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfsemi og undirboð á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um verkefni sem yrði fjármagnað með sjálfstæðum hætti og tiltekinn mannafli fenginn til að sinna því. Tekið verður við ábendingum í sérstöku símanúmeri. Stefnt er að því að mynda hóp sem fengi það verkefni að aðstoða og leiðbeina aðildarfélögum ASÍ um það með hvaða hætti þau eigi að taka á grunsemdum um svarta atvinnustarfsemi og leiðbeina trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Ákveðnir aðilar fengju síðan það hlutverk að fylgjast með slíkri starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins og bregðast við ábendingum. Sérstakt símanúmer verður auglýst fyrir þá sem vilja koma upplýsingum á framfæri og ábendingunum verður síðan fylgt eftir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er vilji innan stjórnsýslunnar til samstarfs við verkalýðshreyfinguna og verður því ákveðnum tengslum komið á fót inn í stjórnsýsluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×