Sport

Kluft sigraði í fimmtarþraut

Ólympíu- og heimsmeistarinn í sjöþraut, hin sænska Carolina Kluft, vann í dag fyrstu gullverðlaunin á heimsmeistaramótinu innanhúss er hún vann fimmtarþraut með 4,948 stig. Kluft leiddi eftir fjórar þrautir og þurfti að hlaupa 800 metrana í lokin á undir 2:10.40 mínútum. Það tókst henni og gott betur, hljóp á 2:13.47. 4,948 stig Kluft er nýtt met á Evrópumeistaramótinu innanhúss. Kelly Sotheron frá Bretlandi varð önnur með 4,733 stig og Natalya Dobrynska þriðja með 4,667 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×