Sport

Souness öruggur gegn Herenveen

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle United, sagðist aldrei hafa efast um að liðið kæmist áfram gegn hollenska liðinu Heerenveen en liðin mættust í seinni leik Evrópubikarsins í gær þar sem Newcastle hafði betur, 2-1. Newcastle komst í 2-0 eftir 25 mínútna leik og gátu leikmenn liðsins því mætt afslappaðir til leiks í seinni hálfleik þar sem fyrri leikurinn fór 2-1. "Við komumst í góða stöðu með því að vinna fyrri leikinn," sagði Souness. "Við skoruðum okkar mörk snemma en maður varð smá skelkaður þegar þeir náðu að skoruðu 10 mínútum fyrir leikslok." Með sigrinum tryggði Newcastle sér rétt í 16-liða úrslitum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×