Orkuverð hækkar vegna orkulaga 24. febrúar 2005 00:01 Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira