Erlent

Dregur saman með stóru flokkunum

Munurinn á fylgi Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins er innan skekkjumarka samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í The Guardian. Samkvæmt henni styðja 37 prósent Verkamannaflokkinn og 34 prósent Íhaldsflokkinn. Þriðji flokkurinn, Frjálslyndir demókratar, mælist með 21 prósents fylgi í könnuninni. Búist er við því að Tony Blair, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, boði til þingkosninga í maí en rúmt ár er enn eftir af kjörtímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×