Erlent

Vara við áhugaleysi

Forystumenn Evrópusambandsins lýstu áhyggjum af lítilli þátttöku í spænsku þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá Evrópusambandsins og vöruðu við því að áhugaleysi almennings kynni að valda vandamálum þegar kæmi að því að afla stuðnings við stjórnarskrána. Drjúgur meirihluti Spánverja, 76,7 prósent, greiddi atkvæði með stjórnarskránni. Það olli hins vegar vonbrigðum að kjörsókn var aðeins 42 prósent og hefur aldrei verið minni á Spáni frá því lýðræði komst á eftir andlát einræðisherrans Francisco Franco árið 1975.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×