Erlent

Kristilegir demókratar sigruðu

Öllum að óvörum og þvert á niðurstöður kannana unnu þýskir, kristilegir demókratar sigur í Schleswig-Holstein í gær en þar fóru fram sambandslandskosningar. Þrátt fyrir sigurinn halda Heide Simonis forsætisráðherra og stjórn hennar velli þar sem samanlagt fylgi jafnaðarmanna og græningja nægir til þess. Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum voru það kristilegu demókratarnir sem fengu flest atkvæði, eða fjörutíu prósent. Þetta er mikill sigur fyrir flokkinn og ekki síst formann hans, Angelu Merkel. Þetta er vindur í segl hennar og gerir henni auðveldara að sækja að síðasta vígi Jafnaðarmannaflokksins SPD og Grænna í Nordrhein-Westphalen. Þar verður kosið í maí. Talið er að vegabréfsáritunarhneykslið í Berlín hafi haft mikil áhrif á niðurstöðu kosninganna en kristilegir demókratar notfærðu sér málið á lokaspretti baráttunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×