Konur til áhrifa 21. febrúar 2005 00:01 Konur, völd og áhrif - Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður Í ár eru 30 ár frá Kvennaverkfallinu. Konur á öllum aldri lögðu þá niður vinnu heima og heiman til að mótmæla stöðu íslenskra kvenna. Stór áfangi vannst þegar Guðrún Erlendsdóttir var valin í Hæstarétt og stórkostlegt þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin Forseti Íslands. Vigdís varð konum gífurlega þýðingarmikil fyrirmynd. Hálfur annar áratugur leið þar til Margrét Frímannsdóttir var fyrst kvenna valin formaður í einum fjórflokkanna. Flokkssystkini hennar sáu sögulegt tækifæri í kjöri hennar 1995 og hún var líka fyrst kvenna til að skipa efsta sæti á framboðslista til Alþingis. Á sama tíma höfðu aðeins fjórar konur sest á ráðherrastól í 90 ára sögu heimastjórnar og lýðveldistíma. Mál þróuðust hægt en við trúðum að þegar hvert vígið félli af öðru væri stutt í það jafnrétti og jafnræði með kynjunum sem við vildum sjá. Enn eru laun kvenna miklu lægri en karla þrátt fyrir að þær sækja sér menntun til jafns við þá. Aðeins ein kona er stjórnarformaður í 50 stærstu fyrirtækjum landsins og í þeim hópi hefur ein kona verið forstjóri en á dögunum urðu þær tvær þegar kona var ráðin forstjóri Flugleiða. Konur eru minna en 10 prósent stjórnarmanna og þess vegna frábært þegar sex konur, allar lögmenn með víðtæka reynslu, buðu sig á dögunum fram til stjórnarsetu í fyrirtækjum. En af hverju er þetta svona hjá þjóð þar sem atvinnuþátttaka kvenna er hvað mest? Hvernig er umhorfs á fréttamiðlunum og í spjallþáttunum sem fjalla um viðburði líðandi stundar og líf fólks í landinu? Hvaða myndir draga fjölmiðlarnir upp af konum? Fjölmiðlarnir sem ættu að spegla umræðu þar sem konum og körlum og sýn þeirra á samfélagið eru gerð jöfn skil. Það eru fyrst og fremst karlar á sama aldri sem stjórna spjallþáttunum og fá yfirleitt til liðs við sig aðra karla. Haft er eftir þekktum þáttastjórnanda að hann nenni ekki að fá konur í þáttinn því þær séu leiðinlegar. Maður spyr hver sé ábyrgð fjölmiðils sem lætur slíkt viðgangast. Þeir sem leggja sig fram um að fá til sín bæði konur og karla í spjallið hjá sér fá því prik. Aðeins ein kona er fréttastjóri núna og mál eru að þróast þannig á ljósvakamiðlunum að flestar konur í fréttamannastétt vinna á gólfinu. Það vakti mikla athygli að Sigríði Árnadóttur fréttastjóra Stöðvar tvö var sagt upp svona "af því bara" og mörgum var brugðið við umfjöllunina um þessa öflugu og vel metnu fréttakonu. Stuttu fyrir uppsögn fór að bera á persónulegum dylgjum um hana opinberlega. Alveg burtséð frá því hvort strákaklúbburinn var að skemmta sér, eða ganga erinda eigenda fjölmiðilsins, var notað orðbragð sem ekki er notað um karla. Í umfjöllun um uppsögn hennar birtust enn á ný gömlu góðu lýsingarorðin sem konur þekkja; vandvirk, vönduð, vinnusöm, nákvæm, skyldurækin, o.s.frv., hugtök notuð um konur en alls ekki sem hrós við þessar aðstæður. Svo er það Framsóknarflokkurinn. Jónína Bjartmarz dró vagninn með formanninum í Reykjavík alla kosningabaráttuna en nýliðinn Árni Magnússon fékk félagsmálaráðuneytið. Siv Friðleifsdóttir er sá þingmaður Framsóknarflokks sem ákafast hefur boðað að Framsóknarflokkurinn ætti heima á mölinni og að hann væri valkostur fyrir ungt fólk. Hún er glæsilegur fulltrúi flokksins og sá einstaki þingmaður þeirra í kjördæmi sem á mest fylgi að baki sér. Af hverju er verið að fórna Siv? Ætlar Framsóknarflokkurinn að fórna gullkálfinum sínum af því það er búið að finna erfðaprins sem er ekki í öruggu sæti? Eða hvað? Siv fékk ráðuneytið sem Framsóknarflokkurinn samdi frá sér fyrir forsætisráðuneytið og var fórnað þegar ráðherrum var fækkað. Getur það verið að í harðri valdabaráttu leyfi jafnréttisráðherrann og félagar hans sér að fara inn í næsta kjördæmi til að ná yfirráðum í kvenfélagi Framsóknarflokks? Sá farsi allur vakti mikla furðu og hörð viðbrögð margra. Eins og nú skuli kné fylgja kviði. Þegar konur sækjast eftir áhrifum eða völdum vill umfjöllun um þær verða á annan veg en þegar karlar eiga í hlut. Oft er það gert tortryggilegt að þær vilji völd og hvað pólitíkina varðar er rétt eins og konur séu í pólitík með öðrum formerkjum en karlar. En þær fara í pólitík til þess að hafa áhrif rétt eins og þeir. Konur eiga að sækjast eftir áhrifum og tími til kominn að konur fái völd til jafns við karla og sömu laun og þeir. Þá fyrst verða þær breytingar í þjóðfélaginu sem við viljum sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Konur, völd og áhrif - Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður Í ár eru 30 ár frá Kvennaverkfallinu. Konur á öllum aldri lögðu þá niður vinnu heima og heiman til að mótmæla stöðu íslenskra kvenna. Stór áfangi vannst þegar Guðrún Erlendsdóttir var valin í Hæstarétt og stórkostlegt þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin Forseti Íslands. Vigdís varð konum gífurlega þýðingarmikil fyrirmynd. Hálfur annar áratugur leið þar til Margrét Frímannsdóttir var fyrst kvenna valin formaður í einum fjórflokkanna. Flokkssystkini hennar sáu sögulegt tækifæri í kjöri hennar 1995 og hún var líka fyrst kvenna til að skipa efsta sæti á framboðslista til Alþingis. Á sama tíma höfðu aðeins fjórar konur sest á ráðherrastól í 90 ára sögu heimastjórnar og lýðveldistíma. Mál þróuðust hægt en við trúðum að þegar hvert vígið félli af öðru væri stutt í það jafnrétti og jafnræði með kynjunum sem við vildum sjá. Enn eru laun kvenna miklu lægri en karla þrátt fyrir að þær sækja sér menntun til jafns við þá. Aðeins ein kona er stjórnarformaður í 50 stærstu fyrirtækjum landsins og í þeim hópi hefur ein kona verið forstjóri en á dögunum urðu þær tvær þegar kona var ráðin forstjóri Flugleiða. Konur eru minna en 10 prósent stjórnarmanna og þess vegna frábært þegar sex konur, allar lögmenn með víðtæka reynslu, buðu sig á dögunum fram til stjórnarsetu í fyrirtækjum. En af hverju er þetta svona hjá þjóð þar sem atvinnuþátttaka kvenna er hvað mest? Hvernig er umhorfs á fréttamiðlunum og í spjallþáttunum sem fjalla um viðburði líðandi stundar og líf fólks í landinu? Hvaða myndir draga fjölmiðlarnir upp af konum? Fjölmiðlarnir sem ættu að spegla umræðu þar sem konum og körlum og sýn þeirra á samfélagið eru gerð jöfn skil. Það eru fyrst og fremst karlar á sama aldri sem stjórna spjallþáttunum og fá yfirleitt til liðs við sig aðra karla. Haft er eftir þekktum þáttastjórnanda að hann nenni ekki að fá konur í þáttinn því þær séu leiðinlegar. Maður spyr hver sé ábyrgð fjölmiðils sem lætur slíkt viðgangast. Þeir sem leggja sig fram um að fá til sín bæði konur og karla í spjallið hjá sér fá því prik. Aðeins ein kona er fréttastjóri núna og mál eru að þróast þannig á ljósvakamiðlunum að flestar konur í fréttamannastétt vinna á gólfinu. Það vakti mikla athygli að Sigríði Árnadóttur fréttastjóra Stöðvar tvö var sagt upp svona "af því bara" og mörgum var brugðið við umfjöllunina um þessa öflugu og vel metnu fréttakonu. Stuttu fyrir uppsögn fór að bera á persónulegum dylgjum um hana opinberlega. Alveg burtséð frá því hvort strákaklúbburinn var að skemmta sér, eða ganga erinda eigenda fjölmiðilsins, var notað orðbragð sem ekki er notað um karla. Í umfjöllun um uppsögn hennar birtust enn á ný gömlu góðu lýsingarorðin sem konur þekkja; vandvirk, vönduð, vinnusöm, nákvæm, skyldurækin, o.s.frv., hugtök notuð um konur en alls ekki sem hrós við þessar aðstæður. Svo er það Framsóknarflokkurinn. Jónína Bjartmarz dró vagninn með formanninum í Reykjavík alla kosningabaráttuna en nýliðinn Árni Magnússon fékk félagsmálaráðuneytið. Siv Friðleifsdóttir er sá þingmaður Framsóknarflokks sem ákafast hefur boðað að Framsóknarflokkurinn ætti heima á mölinni og að hann væri valkostur fyrir ungt fólk. Hún er glæsilegur fulltrúi flokksins og sá einstaki þingmaður þeirra í kjördæmi sem á mest fylgi að baki sér. Af hverju er verið að fórna Siv? Ætlar Framsóknarflokkurinn að fórna gullkálfinum sínum af því það er búið að finna erfðaprins sem er ekki í öruggu sæti? Eða hvað? Siv fékk ráðuneytið sem Framsóknarflokkurinn samdi frá sér fyrir forsætisráðuneytið og var fórnað þegar ráðherrum var fækkað. Getur það verið að í harðri valdabaráttu leyfi jafnréttisráðherrann og félagar hans sér að fara inn í næsta kjördæmi til að ná yfirráðum í kvenfélagi Framsóknarflokks? Sá farsi allur vakti mikla furðu og hörð viðbrögð margra. Eins og nú skuli kné fylgja kviði. Þegar konur sækjast eftir áhrifum eða völdum vill umfjöllun um þær verða á annan veg en þegar karlar eiga í hlut. Oft er það gert tortryggilegt að þær vilji völd og hvað pólitíkina varðar er rétt eins og konur séu í pólitík með öðrum formerkjum en karlar. En þær fara í pólitík til þess að hafa áhrif rétt eins og þeir. Konur eiga að sækjast eftir áhrifum og tími til kominn að konur fái völd til jafns við karla og sömu laun og þeir. Þá fyrst verða þær breytingar í þjóðfélaginu sem við viljum sjá.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar