Erlent

Vilja yfirráð í Asíu

Japanar eru eingöngu í samkrulli við Bandaríkjamenn með það að markmiði að ráða ríkjum í Asíu um alla framtíð að mati ríkisdagblaðs Norður-Kóreu sem vísar alfarið á bug að þörf sé á viðræðum um vopnaeign landsins. Í blaðinu segir ennfremur að sú ógn sem þessi lönd telji stafa af Norður-Kóreumönnum sé einfaldlega ekki til staðar og því engin þörf á viðræðum eins og margar þjóðir hafa talið brýnt þessa síðustu daga. Málið er viðkvæmt og hafa Kínverjar gagnrýnt Vesturlandaþjóðir fyrir að blanda sér í það sem þeir vilja meina að sé innanríkismál milli Kína og Norður-Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×