Sport

Vålerenga lagði Rosenborg

Árni Gautur Arason og félagar hans í Vålerenga sigruðu Rosenborg 1-0 í Norðurlandadeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Árni Gautur stóð í marki Vålerenga sem hefur unnið alla fimm leiki sína og er komið áfram í keppninni. Djurgården er í neðsta sæti riðilsins en liðið tapaði 1-0 fyrir Esbjerg í gærkvöldi. Kári Árnason lék allan leikinn með Djurgården. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn með IFK Gautaborg sem sigraði Tromsö 1-0 en Ólafur Örn Bjarnason var rekinn út af 8 mínútum fyrir leikslok þegar lið hans, Brann, sigraði Odense 2-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×