Flugvöllur fyrir fáa Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 18. febrúar 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur "Flugvöllur okkar allra" er fyrirsögn greinar um Reykjavíkurflugvöll eftir Ingu Rósu Þórðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 8. febrúar s.l. Þar gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að meirihluti farþega í innanlandsflugi séu Íslendingar sem án efa er rétt. Hitt er umdeilanlegt hvort mannvirki sem gagnast jafn fáum og skaðar jafn marga vegna legu sinnar og umfangs (nú um 140 ha) rísi undir því að vera sameiningartákn eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Daglegt áætlunarflug milli höfuðborgar og landsbyggðar nær aðeins til fjögurra kaupstaða, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til annarra staða er sjaldan flogið. Í könnun sem Bjarni Reynarsson ráðgjafi hjá Land-ráðum gerði fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum Íslendinga sumarið 2004 kemur í ljós að 80 % Íslendinga ferðuðust ekkert með innanlandsflugi, en 9% flugu þrisvar eða oftar (Mbl. 5. febr.2005). Níu-prósent flokkinn fylla að líkindum þingmenn, sveitarstjórnarmenn, forstjórar og fleira fólk í opinberum erindagerðum, sem flest flýgur á kostnað vinnuveitenda sinna, karlmenn í meirihluta. Ungt fólk er meira á ferðinni en það eldra, segir í könnuninni. Almenningur í einkaerindum flýgur lítið. Þannig sést að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur fyrir fáa. Áður en lokið var við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar kusu höfuðborgarbúar um framtíð flugvallarsvæðisins og Vatnsmýrinnar vorið 2001. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að eftir 2016 ætti hálfur flugvöllurinn að víkja fyrir borgarbyggð en allur 8-10 árum síðar. Lítill en voldugur hópur unir þessari niðurstöðu illa. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti því yfir að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn færi hafa nokkrir stórnotendur flugsins mótmælt hástöfum. Fólk sem lengi hefur notið þæginda af því að geta lent á stóru landflæmi við hjartarætur höfuðborgarinnar og nánast í bakgarði Alþingishússins lítur á það sem mikla skerðingu lífsgæða ef ferðatími þess (þessi þrjú skipti á sumri) lengist um ca. 40 mínútur miðað við það að flogið yrði til Keflavíkur. Sama fólk lætur sér í léttu rúmi liggja þótt tugþúsundir Reykvíkinga verði að lengja ferðir sínar um borgina sem nemur svipuðum tíma á hverjum einasta degi vegna þess hve borgin er dreifð. Frumástæða dreifingarinnar er lega flugvallarins í Vatnsmýrinni. Rökin fyrir því að flugvöllurinn víki úr miðborgarlandi Reykjavíkur snúast um skipulag og heilbrigði. Á síðari árum hafa yfirvöld og almenningur á Vesturlöndum neyðst til að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að bílaborgin veldur ekki bara sífellt lengri ferðatíma borgaranna heldur er hún ein meginorsök offitunnar, mesta heilbrigðisvanda sem við er að glíma í okkar heimshluta. Kannanir sýna að fólk sem býr í þéttri borgarbyggð og getur sinnt daglegum erindum sínum fótgangandi er grennra og heilsubetra en íbúar úthverfa og svefnbæja þar sem flest verður að sækja á bíl. Ábyrg stjórnvöld verða því að snúa við blaðinu og þétta byggð í borgum og bæjum með róttækum hætti þannig að gangan verði aftur eðlilegur þáttur hins daglega lífs og raunverulegar almenningssamgöngur fái þrifist. Flugvallarsvæðið er forsenda slíkrar þróunar hér á landi. Með því að byggja þétta og menningarlega miðborg milli stranda í gömlu Reykjavík mun borgarstjórn stuðla að hollari lífsháttum borgaranna. Borgarlífið verður betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur "Flugvöllur okkar allra" er fyrirsögn greinar um Reykjavíkurflugvöll eftir Ingu Rósu Þórðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 8. febrúar s.l. Þar gerir greinarhöfundur ráð fyrir því að meirihluti farþega í innanlandsflugi séu Íslendingar sem án efa er rétt. Hitt er umdeilanlegt hvort mannvirki sem gagnast jafn fáum og skaðar jafn marga vegna legu sinnar og umfangs (nú um 140 ha) rísi undir því að vera sameiningartákn eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Daglegt áætlunarflug milli höfuðborgar og landsbyggðar nær aðeins til fjögurra kaupstaða, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Til annarra staða er sjaldan flogið. Í könnun sem Bjarni Reynarsson ráðgjafi hjá Land-ráðum gerði fyrir samgönguyfirvöld á ferðavenjum Íslendinga sumarið 2004 kemur í ljós að 80 % Íslendinga ferðuðust ekkert með innanlandsflugi, en 9% flugu þrisvar eða oftar (Mbl. 5. febr.2005). Níu-prósent flokkinn fylla að líkindum þingmenn, sveitarstjórnarmenn, forstjórar og fleira fólk í opinberum erindagerðum, sem flest flýgur á kostnað vinnuveitenda sinna, karlmenn í meirihluta. Ungt fólk er meira á ferðinni en það eldra, segir í könnuninni. Almenningur í einkaerindum flýgur lítið. Þannig sést að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur fyrir fáa. Áður en lokið var við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar kusu höfuðborgarbúar um framtíð flugvallarsvæðisins og Vatnsmýrinnar vorið 2001. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að eftir 2016 ætti hálfur flugvöllurinn að víkja fyrir borgarbyggð en allur 8-10 árum síðar. Lítill en voldugur hópur unir þessari niðurstöðu illa. Eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lýsti því yfir að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær flugvöllurinn færi hafa nokkrir stórnotendur flugsins mótmælt hástöfum. Fólk sem lengi hefur notið þæginda af því að geta lent á stóru landflæmi við hjartarætur höfuðborgarinnar og nánast í bakgarði Alþingishússins lítur á það sem mikla skerðingu lífsgæða ef ferðatími þess (þessi þrjú skipti á sumri) lengist um ca. 40 mínútur miðað við það að flogið yrði til Keflavíkur. Sama fólk lætur sér í léttu rúmi liggja þótt tugþúsundir Reykvíkinga verði að lengja ferðir sínar um borgina sem nemur svipuðum tíma á hverjum einasta degi vegna þess hve borgin er dreifð. Frumástæða dreifingarinnar er lega flugvallarins í Vatnsmýrinni. Rökin fyrir því að flugvöllurinn víki úr miðborgarlandi Reykjavíkur snúast um skipulag og heilbrigði. Á síðari árum hafa yfirvöld og almenningur á Vesturlöndum neyðst til að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að bílaborgin veldur ekki bara sífellt lengri ferðatíma borgaranna heldur er hún ein meginorsök offitunnar, mesta heilbrigðisvanda sem við er að glíma í okkar heimshluta. Kannanir sýna að fólk sem býr í þéttri borgarbyggð og getur sinnt daglegum erindum sínum fótgangandi er grennra og heilsubetra en íbúar úthverfa og svefnbæja þar sem flest verður að sækja á bíl. Ábyrg stjórnvöld verða því að snúa við blaðinu og þétta byggð í borgum og bæjum með róttækum hætti þannig að gangan verði aftur eðlilegur þáttur hins daglega lífs og raunverulegar almenningssamgöngur fái þrifist. Flugvallarsvæðið er forsenda slíkrar þróunar hér á landi. Með því að byggja þétta og menningarlega miðborg milli stranda í gömlu Reykjavík mun borgarstjórn stuðla að hollari lífsháttum borgaranna. Borgarlífið verður betra líf.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun