Erlent

Skoða aðstæður fyrir friðargæslu

Afrískir og arabískir embættismenn skoðuðu þjálfunarbúðir fyrir lögreglumenn og ræddu við borgarstjórann í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, þegar þeir komu þangað til að kanna aðstæður áður en ákvörðun verður tekin um að senda friðargæsluliða til landsins sem hefur búið við stjórnleysi í rúman áratug. Ibrahim Omar Sabriyeh Shawey borgarstjóri sagði að Sómalar myndu fagna erlendum friðargæsluliðum. Þeir mættu þó ekki koma frá nágrannaríkjunum og allra síst Eþíópíu en stríði ríkjanna 1977 lauk með ósigri Sómala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×