Lífið

Handritið verður að vera gott

MYND/ÞÖK
Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari sem fékk bresku BAFTA-kvikmyndaverðlaunin fyrir klippingu myndarinnar The Eternal Sunshine of the Spotless Mind segir að klipping kvikmynda sé ekki vinnandi vegur nema að hafa gott handrit til að vinna eftir. Það sé svo erfið og tímafrek vinna að klippa bíómynd að hún taki ekki að sér mynd ef handritið sé ekki mjög gott. Valdís segir að það eina sem verðlaunin geti fært henni séu hugsanlega betri handrit til lestrar. Spurð um starfið sjálft segir Valdís að ef fólk úti í bæ sé spurt haldi það að leikstjórinn sitji alltaf við hlið klipparans og smelli með fingrum þegar klipparinn eigi að klippa eða að hann segi klipparanum hvað hann eigi að nota og hvernig hann eigi að nota það. Þetta geri leikstjórar ekki og því sé klipingin sé ótvíræður þáttur í sköpun myndarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.