Hjálpar frelsisskerðing? 8. febrúar 2005 00:01 Vændi - Oddgeir Einarsson, lögfræðingur Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti landsmanna hlynntur því að sala eða kaup á vændi séu ólögleg. Þetta finnst mér áhugavert. Hvers vegna vill einstaklingur A banna einstaklingi B að selja eða C að kaupa tiltekna þjónustu? Ég hef rætt málin við margt A-fólk og komist að þeirri niðurstöðu að það er umhyggja þeirra fyrir einstaklingi B, þeim sem selur sig, sem ræður afstöðunni. Margt A-fólk ruglar þó þrælahaldi, mansali og annarri ólögmætri frelsisskerðingu saman við vændi sem sjálfráða fólk stundar án þvingunar. Ég er sammála A-fólki í því að ekki eigi að líða að fólk sé þvingað til neins, hvorki til vefnaðarvinnu, vændis né nokkurs annars starfs. Hins vegar er ólögmætt þrælahald ekki rök fyrir því að banna viðkomandi atvinnugrein. Refsa ber þeim sem neyðir annan mann til að spinna ull, en ekki banna atvinnugreinina. Sama gildir um vændi. Allt okkar líf byggist á vali. Flestir reyna að velja þann kost sem gerir lífið hvað bærilegast hvert sinn. Vændi sjálfráða manns er hans val, hversu heimskulegt eða siðferðislega rangt sem öðrum kann að þykja það. Róni sem rótar í ruslatunnu eftir mat velur að gera það. Ekki vegna þess að hann vilji ekki frekar vel eldaða nautasteik með bakaðri kartöflu. Hann étur matarleifar af því að honum bjóðast ekki aðrir kostir í stöðunni og myndi jafnvel svelta ella. Það má orða þetta svo að róninn róti í ruslinu af neyð. Það veitir mér eða öðrum þó ekki rétt til að banna honum að róta eða banna fólki að leyfa honum að róta í ruslinu hjá sér. Með því væri verið að svipta rónann möguleikanum á þeim kosti sem hann sjálfur mæti skástan í stöðunni. A-fólk vísar oft til þess að enginn vilji í raun stunda vændi, vandfundin sé hin "hamingjusama hóra" og enginn stundi vændi nema af neyð, jafnvel þó engin bein þvingun eigi sér stað. Alveg eins og hjá rónanum er skásti kosturinn því miður ekki alltaf ávísun á hamingjusamt líf. Ef við útilokum hins vegar þann kost sem viðkomandi telur skástan, köllum við enn meiri óhamingju yfir hann. Ég hvet alla þá sem hafa samúð með öðrum, s.s. vændiskonum og rónum, og vilja verja kröftum sínum í að bæta líf þessa fólks, að beita sér gegn því að valkostum þessa fólks sé fækkað. Þannig á vændi og grams í ruslatunnu ekki að vera refsivert. Ef maður hefur raunverulega samúð með þessu fólki getur maður einnig gegnið skrefinu lengra og fjölgað valkostum þess í stað þess að fækka þeim. Til dæmis getur maður boðið rónanum upp á mannsæmandi kvöldverð, vændiskonunni betra starf eða jafnvel greiða henni fyrir að selja sig ekki. Höfum hamingju fólks í fyrirrúmi. Afnemum vændisbannið með öllu. Tökum heldur ekki upp á því að banna rónum að éta matarleifar. Frelsisskerðing hjálpar engum. Höfundur stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Vændi - Oddgeir Einarsson, lögfræðingur Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti landsmanna hlynntur því að sala eða kaup á vændi séu ólögleg. Þetta finnst mér áhugavert. Hvers vegna vill einstaklingur A banna einstaklingi B að selja eða C að kaupa tiltekna þjónustu? Ég hef rætt málin við margt A-fólk og komist að þeirri niðurstöðu að það er umhyggja þeirra fyrir einstaklingi B, þeim sem selur sig, sem ræður afstöðunni. Margt A-fólk ruglar þó þrælahaldi, mansali og annarri ólögmætri frelsisskerðingu saman við vændi sem sjálfráða fólk stundar án þvingunar. Ég er sammála A-fólki í því að ekki eigi að líða að fólk sé þvingað til neins, hvorki til vefnaðarvinnu, vændis né nokkurs annars starfs. Hins vegar er ólögmætt þrælahald ekki rök fyrir því að banna viðkomandi atvinnugrein. Refsa ber þeim sem neyðir annan mann til að spinna ull, en ekki banna atvinnugreinina. Sama gildir um vændi. Allt okkar líf byggist á vali. Flestir reyna að velja þann kost sem gerir lífið hvað bærilegast hvert sinn. Vændi sjálfráða manns er hans val, hversu heimskulegt eða siðferðislega rangt sem öðrum kann að þykja það. Róni sem rótar í ruslatunnu eftir mat velur að gera það. Ekki vegna þess að hann vilji ekki frekar vel eldaða nautasteik með bakaðri kartöflu. Hann étur matarleifar af því að honum bjóðast ekki aðrir kostir í stöðunni og myndi jafnvel svelta ella. Það má orða þetta svo að róninn róti í ruslinu af neyð. Það veitir mér eða öðrum þó ekki rétt til að banna honum að róta eða banna fólki að leyfa honum að róta í ruslinu hjá sér. Með því væri verið að svipta rónann möguleikanum á þeim kosti sem hann sjálfur mæti skástan í stöðunni. A-fólk vísar oft til þess að enginn vilji í raun stunda vændi, vandfundin sé hin "hamingjusama hóra" og enginn stundi vændi nema af neyð, jafnvel þó engin bein þvingun eigi sér stað. Alveg eins og hjá rónanum er skásti kosturinn því miður ekki alltaf ávísun á hamingjusamt líf. Ef við útilokum hins vegar þann kost sem viðkomandi telur skástan, köllum við enn meiri óhamingju yfir hann. Ég hvet alla þá sem hafa samúð með öðrum, s.s. vændiskonum og rónum, og vilja verja kröftum sínum í að bæta líf þessa fólks, að beita sér gegn því að valkostum þessa fólks sé fækkað. Þannig á vændi og grams í ruslatunnu ekki að vera refsivert. Ef maður hefur raunverulega samúð með þessu fólki getur maður einnig gegnið skrefinu lengra og fjölgað valkostum þess í stað þess að fækka þeim. Til dæmis getur maður boðið rónanum upp á mannsæmandi kvöldverð, vændiskonunni betra starf eða jafnvel greiða henni fyrir að selja sig ekki. Höfum hamingju fólks í fyrirrúmi. Afnemum vændisbannið með öllu. Tökum heldur ekki upp á því að banna rónum að éta matarleifar. Frelsisskerðing hjálpar engum. Höfundur stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar