Hjálpar frelsisskerðing? 8. febrúar 2005 00:01 Vændi - Oddgeir Einarsson, lögfræðingur Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti landsmanna hlynntur því að sala eða kaup á vændi séu ólögleg. Þetta finnst mér áhugavert. Hvers vegna vill einstaklingur A banna einstaklingi B að selja eða C að kaupa tiltekna þjónustu? Ég hef rætt málin við margt A-fólk og komist að þeirri niðurstöðu að það er umhyggja þeirra fyrir einstaklingi B, þeim sem selur sig, sem ræður afstöðunni. Margt A-fólk ruglar þó þrælahaldi, mansali og annarri ólögmætri frelsisskerðingu saman við vændi sem sjálfráða fólk stundar án þvingunar. Ég er sammála A-fólki í því að ekki eigi að líða að fólk sé þvingað til neins, hvorki til vefnaðarvinnu, vændis né nokkurs annars starfs. Hins vegar er ólögmætt þrælahald ekki rök fyrir því að banna viðkomandi atvinnugrein. Refsa ber þeim sem neyðir annan mann til að spinna ull, en ekki banna atvinnugreinina. Sama gildir um vændi. Allt okkar líf byggist á vali. Flestir reyna að velja þann kost sem gerir lífið hvað bærilegast hvert sinn. Vændi sjálfráða manns er hans val, hversu heimskulegt eða siðferðislega rangt sem öðrum kann að þykja það. Róni sem rótar í ruslatunnu eftir mat velur að gera það. Ekki vegna þess að hann vilji ekki frekar vel eldaða nautasteik með bakaðri kartöflu. Hann étur matarleifar af því að honum bjóðast ekki aðrir kostir í stöðunni og myndi jafnvel svelta ella. Það má orða þetta svo að róninn róti í ruslinu af neyð. Það veitir mér eða öðrum þó ekki rétt til að banna honum að róta eða banna fólki að leyfa honum að róta í ruslinu hjá sér. Með því væri verið að svipta rónann möguleikanum á þeim kosti sem hann sjálfur mæti skástan í stöðunni. A-fólk vísar oft til þess að enginn vilji í raun stunda vændi, vandfundin sé hin "hamingjusama hóra" og enginn stundi vændi nema af neyð, jafnvel þó engin bein þvingun eigi sér stað. Alveg eins og hjá rónanum er skásti kosturinn því miður ekki alltaf ávísun á hamingjusamt líf. Ef við útilokum hins vegar þann kost sem viðkomandi telur skástan, köllum við enn meiri óhamingju yfir hann. Ég hvet alla þá sem hafa samúð með öðrum, s.s. vændiskonum og rónum, og vilja verja kröftum sínum í að bæta líf þessa fólks, að beita sér gegn því að valkostum þessa fólks sé fækkað. Þannig á vændi og grams í ruslatunnu ekki að vera refsivert. Ef maður hefur raunverulega samúð með þessu fólki getur maður einnig gegnið skrefinu lengra og fjölgað valkostum þess í stað þess að fækka þeim. Til dæmis getur maður boðið rónanum upp á mannsæmandi kvöldverð, vændiskonunni betra starf eða jafnvel greiða henni fyrir að selja sig ekki. Höfum hamingju fólks í fyrirrúmi. Afnemum vændisbannið með öllu. Tökum heldur ekki upp á því að banna rónum að éta matarleifar. Frelsisskerðing hjálpar engum. Höfundur stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vændi - Oddgeir Einarsson, lögfræðingur Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti landsmanna hlynntur því að sala eða kaup á vændi séu ólögleg. Þetta finnst mér áhugavert. Hvers vegna vill einstaklingur A banna einstaklingi B að selja eða C að kaupa tiltekna þjónustu? Ég hef rætt málin við margt A-fólk og komist að þeirri niðurstöðu að það er umhyggja þeirra fyrir einstaklingi B, þeim sem selur sig, sem ræður afstöðunni. Margt A-fólk ruglar þó þrælahaldi, mansali og annarri ólögmætri frelsisskerðingu saman við vændi sem sjálfráða fólk stundar án þvingunar. Ég er sammála A-fólki í því að ekki eigi að líða að fólk sé þvingað til neins, hvorki til vefnaðarvinnu, vændis né nokkurs annars starfs. Hins vegar er ólögmætt þrælahald ekki rök fyrir því að banna viðkomandi atvinnugrein. Refsa ber þeim sem neyðir annan mann til að spinna ull, en ekki banna atvinnugreinina. Sama gildir um vændi. Allt okkar líf byggist á vali. Flestir reyna að velja þann kost sem gerir lífið hvað bærilegast hvert sinn. Vændi sjálfráða manns er hans val, hversu heimskulegt eða siðferðislega rangt sem öðrum kann að þykja það. Róni sem rótar í ruslatunnu eftir mat velur að gera það. Ekki vegna þess að hann vilji ekki frekar vel eldaða nautasteik með bakaðri kartöflu. Hann étur matarleifar af því að honum bjóðast ekki aðrir kostir í stöðunni og myndi jafnvel svelta ella. Það má orða þetta svo að róninn róti í ruslinu af neyð. Það veitir mér eða öðrum þó ekki rétt til að banna honum að róta eða banna fólki að leyfa honum að róta í ruslinu hjá sér. Með því væri verið að svipta rónann möguleikanum á þeim kosti sem hann sjálfur mæti skástan í stöðunni. A-fólk vísar oft til þess að enginn vilji í raun stunda vændi, vandfundin sé hin "hamingjusama hóra" og enginn stundi vændi nema af neyð, jafnvel þó engin bein þvingun eigi sér stað. Alveg eins og hjá rónanum er skásti kosturinn því miður ekki alltaf ávísun á hamingjusamt líf. Ef við útilokum hins vegar þann kost sem viðkomandi telur skástan, köllum við enn meiri óhamingju yfir hann. Ég hvet alla þá sem hafa samúð með öðrum, s.s. vændiskonum og rónum, og vilja verja kröftum sínum í að bæta líf þessa fólks, að beita sér gegn því að valkostum þessa fólks sé fækkað. Þannig á vændi og grams í ruslatunnu ekki að vera refsivert. Ef maður hefur raunverulega samúð með þessu fólki getur maður einnig gegnið skrefinu lengra og fjölgað valkostum þess í stað þess að fækka þeim. Til dæmis getur maður boðið rónanum upp á mannsæmandi kvöldverð, vændiskonunni betra starf eða jafnvel greiða henni fyrir að selja sig ekki. Höfum hamingju fólks í fyrirrúmi. Afnemum vændisbannið með öllu. Tökum heldur ekki upp á því að banna rónum að éta matarleifar. Frelsisskerðing hjálpar engum. Höfundur stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun