Lífið

Bakterían kviknaði í afmæli Ragga

Magnús Ólafsson, skemmtikraftur, er kominn af stað með nýja skemmtidagskrá með engan annan en hinn gamalkunna Bjössa Bollu í aðalhlutverki. Einnig koma þar fram persónur á borð við Elvis the Pelvis, Gvend Dúllara og Prins Póló. Með Magnúsi í för er hljómsveitin Í gegnum tíðina með söngkonuna Ester Ágústu Guðmundsdóttur úr Idol, Guðmund Símonarson og Sigurð Hafsteinsson. Magnús segist hafa ákveðið að fara af stað með skemmtunina eftir að hann kom fram í afmæli söngvarans ástsæla Ragga Bjarna fyrir áramót. Þá hafi bakterían kviknað á nýjan leik, eftir að Bjössi Bolla hafði legið í tíu til fimmtán ára dvala. Einnig sé hann sjálfur miklu léttari og frískari en hann var áður. Magnús gaf út plötu fyrir síðustu jól með gömlu efni og stefnir á ný lög fyrir næsta sumar, jafnvel aðra plötu. Hann segir að Bjössi eigi enn sinn stað í hjörtum landsmanna. "Diskurinn féll í mjög góðan jarðveg og Bjössi Bolla virðist alltaf eiga heima hjá litla fólkinu. Annars finnst mér börn nú til dags vera orðin feitar en áður og Bjössi predikar svolítið um það að börnin eigi að vera í íþróttum og hreyfa sig sem mest. Ekki sitja bara fyrir framan tölvurnar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.