Sport

Man Utd vann Arsenal

Man Utd vann frækinn útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 2-4 eftir að heimamenn á Highbury höfðu komist yfir í tvígang. Man Utd er þá komið í 2. sæti deildarinnar með 53 stig, 8 stigum á eftir toppliði Chelsea en Arsenal í 3. sæti með 50 stig. Patrick Vieira kom Arsenal yfir á 9. mínútu en Ryan Giggs jafnaði fyrir gestina 10 mínútum síðar. Dennis Bergkamp kom Arsenal aftur yfir á 36. mínútu en Cheistiano Ronaldo jafnaði 2-2 á 53. mínútu og bætti hann öðru við 4 mínútum síðar.  John OShea gulltryggði sigur Man Utd á 89. mínútu eftir að gestirnir höfðu leikið manni færri frá 69. mínútu þegar Mikael Silvestre fékk rauða spjaldið. Liverpool vann 2-1 sigur á Charlton þar sem Fernando Morientes jafnaði fyrir Liverpool og John Arne Riise kom gestunum yfir. Hermann Heiðarsson lék allan leikinn með Charlton. Portsmouth lagði Middlesbrough 2-1og Crystal Palace sem léku manni færri í 80 mínútur gerðu 2-2 jafntefli við W.B.A. Bolton lagði Tottenham 3-1. Það var El Hadhi Diouf fyrir heimamenn úr vítaspyrnu en Jermaine Defoe jafnaði fyrir Spurs áður en Tal Ben Haim og Kevin Davies tryggðu sigurinn  á síðustu mínútunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×