Sport

Bellamy til Celtic

Skosku meistararnir í Celtic hafa fengið Craig Bellamy að láni frá Newcastle út leiktíðina. Bellamy er ekki í náðinni hjá Graeme Souness, stjóra Newcastle, og sagði Souness nú fyrir stuttu að Bellamy myndi aldrei spila aftur fyrir Newcastle á meðan hann væri við stjórnvöldin. Newcastle staðfesti einnig í dag að Celtic hefur möguleika á að kaupa framherjann eftir að lánssamningurinn rennur út í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×