Sport

dregið í 5. umferð enska bikarsins

Í gær var dregið í fimmtu umferð enska bikarsins í knattspyrnu, en hún verður leikin helgina 19.-20. febrúar. Úrvalsdeildarlið Newcastle fær það erfiða verkefni að mæta lærisveinum Jose Mourinho í Chelsea. Meðal annara athyglisverðra leikja má nefna að bikarmeistarar Manchester United sækja Everton heim á Goodison Park og Arsenal tekur á móti West Ham eða Sheffield United. Þá drógust Hermann Hreiðarson og félagar í Charlton Athletic gegn liði Jóhannesar Karls Guðjónssonar í Leicester City, sem leikur í fystu deildinni. Nokkur lið eiga eftir að leika aukaleiki eftir að hafa gert jafntefli í 4. umferðinni. 5. umferð enska deildarbikarsins: Bolton - Derby eða Fulham WBA eða Tottenham - Nottingham Forest Everton - Manchester United Charlton - Leicester Burnley - Blackburn Southampton - Brentford eða Hartlepool Newcastle - Chelsea Arsenal - West Ham eða Sheffield United  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×