Sport

Ólafur ekki meira með Torquay

Markvörðurinn Ólafur Gottskálksson hefur líklega leikið sinn síðasta leik með enska knattspyrnufélaginu Torquay. Eins og greint var frá í gær sagði enski netmiðillinn Teamtalk að Ólafur hefði ekki haft samband við forystumenn félagsins. Ólafur sagði í samtali við íþróttadeild í gærkvöldi að hann væri meiddur og að Torquay-mönnum væri kunnugt um það. Ólafur fór í aðgerð í fyrra vegna brjóskloss og þau meiðsli há honum enn. Ólafur verður í viðtali í Olíssporti í kvöld klukkan 22 á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×