Sport

Franskur landsliðsmaður til Bolton

Stjórn ítalska liðsins Roma hafa greint frá því að franski varnarmaðurinn Vincent Candela sé í viðræðum við enska liðið Bolton. Roma hefur gefið leikmanninum grænt ljós á að ganga til liðs við Bolton, óski hann eftir því. Candela, sem varð ítalskur meistari með Roma árið 2001, hefur aðeins leikið sjö leiki á þessari leiktíð. Forráðamenn Bolton vonast til að samningar nást við Candela sem á margar rósir í hnappagatinu og varð t.a.m. heimsmeistari með Frökkum árið 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×