Sport

Bruce getur tamið Bellamy

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce er rétti maðurinn til að temja Craig Bellamy sem er líklega á leið til Birmingham frá Newcastle. Þetta fullyrti David Gold, einn af stjórnarmönnum Birmingham, á dögunum. Bellamy átti þátt í heiftarlegu rifrildi við Graeme Souness, knattspyrnustjóra Newcastle-liðsins, og vonast forráðamenn Birmingham til þess að Bruce geti haft hemil á piltinum. "Hann gerði góða hluti með Christophe Dugarry," sagði Gold. "Við höfum tröllatrú á að Bruce geti náð fram því besta úr Bellamy.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×