Sport

Dougherty efstur á Caltex Masters

Englendingurinn Nick Dougherty er efstur fyrir lokahringinn á Caltex Masters mótinu í golfi sem fram fer í Singapore en mótið er sameiginlegur liður í asísku og evrópsku mótaröðunum. Dougherty er samtals 13 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari í dag eða 68 höggum og er með tveggja högga forystu á næstu menn. Colin Montgomerie og Svíinn Thomas Björn deila öðru sætinu en Montgomerie sem hefur titil að verja á mótinu lék á  69 höggum í dag en Björn náði að jafna hann með því að fara hringinn á 67 höggum eða 5 undir pari. Hollendingurinn Maarten Lafeber (67 högg) og Svíinn Peter Hedblom (66 högg) deila þriðja sætinu, þremur höggum á eftir Dougherty.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×