Erlent

Atvinnuleysi minnkar

Atvinnulausum í Danmörku fækkaði um 1.700 í byrjun janúar, miðað við mánuðinn þar á undan. Um áramótin voru því 171.900 Danir atvinnulausir, sem samsvarar 6,2 prósenta atvinnuleysi. Í nóvember var atvinnuleysið 6,3 prósent. Atvinnuleysi hefur farið hátt í málflutningi Jafnaðarmanna fyrir kosningarnar, og því er það talið gott fyrir stjórnina að slíkar tölur birtast nú og eru þær taldar merki um betra efnahagsástand.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×