Kannast ekki við kostnaðaráætlun 26. janúar 2005 00:01 Verktakafyrirtækið NCC þvær hendur sínar af Árna Johnsen og fullyrðingum hans um að fyrirtækið telji kostnað við jarðgöng til Vestmannaeyja aðeins helminginn af því sem Vegagerðin áætlaði. Árni Johnsen kynnti fyrir viku það sem hann kallaði kostnaðaráætlun sænska risaverktakafyrirtækisins NCC um jarðgöng til Vestmannaeyja. Áætlun þessi sýndi samkvæmt Árna Johnsen að hægt væri að grafa um 20 kílómetra löng göng til Eyja fyrir 14 til 16 milljarða króna, sem er helmingi lægra verð en ráðgjafar Vegagerðarinnar höfðu áætlað. Árni sagði í viðtali í Íslandi í dag 20. janúar síðastliðinn að loksins væru komnar raunhæfar tölur. Allt annað hefði verið mat ýmissa aðila sem hefðu ekki verið beðnir um að setja niður á blað nákvæmlega það sem verktaki geti staðið við. En við þetta ætlar NCC ekki að standa. Öyvind Kvaal, talsmaður NCC, segir að félagið hafi ekki verið á Íslandi og ekki séð verkefnið. Það viti ekki um hvað það snúist eða um hvers konar fjöll sé að ræða og það sé ómögulegt að komast að einhverri niðurstöðu út frá samtali á milli verkefnisstjóra fyrirtækisins í Færeyjum og einstaklings á Íslandi. NCC segir í yfirlýsingu til fréttastofunnar að hvorki liggi fyrir útreikningar, mat, greining né tilboð af hálfu fyrirtækisins vegna jarðganga til Eyja og ekkert sem skuldbindi NCC. Aðspurður hvort hann geti útskýrt hvers vegna fyrrverandi þingmaður á Íslandi haldi því fram að hann hafi kostnaðaráætlun frá NCC svarar Kvaal því neitandi. Hann hafi ekki fengið kostnaðaráætlun frá NCC. Árni Johnsen hefur boðað til borgarafundar í Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld klukkan níu, meðal annars til að kynna hinar lágu kostnaðartölur sem hann segist hafa í áætlun frá NCC. Kvaal var inntur eftir því hvað fyrirtækinu fyndist um það og hann svaraði því til að það væri vandamál Árna Johnsens. Fyrirtækið tæki ekki ábyrgð á því sem Árni segði opinberlega. Þetta væru ekki útreikningar eða tölur frá NCC og því ekki neitt sem skuldbindi fyrirtækið. Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Verktakafyrirtækið NCC þvær hendur sínar af Árna Johnsen og fullyrðingum hans um að fyrirtækið telji kostnað við jarðgöng til Vestmannaeyja aðeins helminginn af því sem Vegagerðin áætlaði. Árni Johnsen kynnti fyrir viku það sem hann kallaði kostnaðaráætlun sænska risaverktakafyrirtækisins NCC um jarðgöng til Vestmannaeyja. Áætlun þessi sýndi samkvæmt Árna Johnsen að hægt væri að grafa um 20 kílómetra löng göng til Eyja fyrir 14 til 16 milljarða króna, sem er helmingi lægra verð en ráðgjafar Vegagerðarinnar höfðu áætlað. Árni sagði í viðtali í Íslandi í dag 20. janúar síðastliðinn að loksins væru komnar raunhæfar tölur. Allt annað hefði verið mat ýmissa aðila sem hefðu ekki verið beðnir um að setja niður á blað nákvæmlega það sem verktaki geti staðið við. En við þetta ætlar NCC ekki að standa. Öyvind Kvaal, talsmaður NCC, segir að félagið hafi ekki verið á Íslandi og ekki séð verkefnið. Það viti ekki um hvað það snúist eða um hvers konar fjöll sé að ræða og það sé ómögulegt að komast að einhverri niðurstöðu út frá samtali á milli verkefnisstjóra fyrirtækisins í Færeyjum og einstaklings á Íslandi. NCC segir í yfirlýsingu til fréttastofunnar að hvorki liggi fyrir útreikningar, mat, greining né tilboð af hálfu fyrirtækisins vegna jarðganga til Eyja og ekkert sem skuldbindi NCC. Aðspurður hvort hann geti útskýrt hvers vegna fyrrverandi þingmaður á Íslandi haldi því fram að hann hafi kostnaðaráætlun frá NCC svarar Kvaal því neitandi. Hann hafi ekki fengið kostnaðaráætlun frá NCC. Árni Johnsen hefur boðað til borgarafundar í Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld klukkan níu, meðal annars til að kynna hinar lágu kostnaðartölur sem hann segist hafa í áætlun frá NCC. Kvaal var inntur eftir því hvað fyrirtækinu fyndist um það og hann svaraði því til að það væri vandamál Árna Johnsens. Fyrirtækið tæki ekki ábyrgð á því sem Árni segði opinberlega. Þetta væru ekki útreikningar eða tölur frá NCC og því ekki neitt sem skuldbindi fyrirtækið.
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira