Innlent

50 metra há viðbygging

Á næstunni hefjast framkvæmdir við að hækka Grand Hótel í Reykjavík um eina hæð - en það er aðeins byrjunin. Fimmtíu metra há viðbygging mun rísa í haust en það er um tveir þriðju af stærð Hallgrímskirkjuturns.   Byggingin hefur farið í gegnum allt skipulagsferlið. Hótelið stendur þétt við íbúðahverfi og lögðu nágrannar fram kvartanir, meðal annars um að byggingin myndi varpa skugga yfir hverfið. Byggingafulltrúi hjá skipulags- og byggingasviði borgarinnar segir að úrskurðað hafi verið að ekki væri tilefni til að breyta teikningum. Hótelið var byggt fyrir átján árum og við stækkunin þrefaldast það að stærð. Herbergin verða 315 talsins en auk þess bætast við ráðstefnu- og veislusalir. Kostnaður er á hátt á þriðja milljarð króna en framkvæmdir ættu að hefjast strax í ágúst, ef allt gengur samkvæmt áætlun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×