Innlent

Atvinnuleysi mun minnka

Fjármálaráðuneytið spáir að atvinnuleysi minnki í rúmlega 2% á komandi misserum og að hagvöxtur verði 5,5%, eða 0,5% meira en spáð var í haust. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ráðuneytisins, „Úr þjóðarbúskapnum“, sem birt var í dag. Í skýrslunni segir einnig að framleiðsluspennu verði vart í hagkerfinu en gert er ráð fyrir að hún verði hófleg á næstu árum og minnki í kjölfar mestu stóriðjuframkvæmdanna í þjóðfélaginu. Verðbólgan ætti því að haldast innan þolmarka verðbólgumarkmiðs meðan framkvæmdirnar eru í hámarki árin 2005-2006. Spáð er að verðbólgan verði um 3,2% í ár, m.a. vegna frekari styrkingar krónunnar og aukinnar framleiðni. Á næsta ári er gert ráð fyrir 3,5% verðbólgu en þá mun gæta áhrifa af lækkandi gengi íslensku krónunnar. Ennfremur er spáð að vöxtur einkaneyslunnar í heild verði áþekkur og í síðustu uppsveiflu. Óhjákvæmileg afleiðing er vaxandi viðskiptahalli í ár og á næsta ári. Sjá nánar á: http://www3.fjarmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3428



Fleiri fréttir

Sjá meira


×