Innlent

Nýbyggingar í undirbúningi

Engilbert Runólfsson, eigandi verktakafyrirtækisins Stafna á milli, hefur keypt fjölda húsa frá horni Laugavegs, niður Frakkastíg og niður á Hverfisgötu. Þar ætlar fyrirtækið að reisa fimmtán þúsund fermetra nýbyggingu sem í verða bæði íbúðir og verslunarhúsnæði, en sex þúsund fermetrar fara undir bílageymslu. Engilbert segist hafa verið að kaupa upp húsin með leynd síðasta hálfa árið en hann hefur einnig keypt hús við Hverfisgötu þar sem hann ætlar að reisa hús með fjölda íbúða. Engilbert býst við að geta hafið verkið um næstu áramót, ef ekki fyrr. Þá hefur annað byggingafyrirtæki keypt nokkur hús á Vatnsstíg og niður á Hverfisgötu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×