Innlent

Stormviðvörun á Vestfjörðum

Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun fyrir Vestfirði. Spáð er ört hlýnandi veðri á landinu samfara úrkomu og má búast við að snjóflóðahætta geti skapast. Í Reykjavík er búist við asahláku. Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur stendur vaktina á Veðurstofunni í dag og hann segir að það muni hvessa hægt og bítandi í dag og á morgun og það geti orðið nokkuð hvasst á Norðvesturlandi í kvöld en hægari vindur sunnan og vestan til. Þessu fylgi einhver úrkoma, sérstaklega á Norðvesturlandi í kvöld, en hún verði þó ekki afspyrnumikil. Hrafn segir að búast megi við asahláku á höfuðborgarsvæðinu en úrkoma verði ekki mjög mikil þannig að ástandið verði ekki mjög slæmt. Mikill snjór er í fjöllum á Vestfjörðum og aðspurður segir Hrafn að aðstæður þar gætu orðið varasamar. Fylgst verði með þróun mála næsta sólarhringinn en engin viðvörun hafi verið gefin út um snjóflóðahættu á Vestfjörðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×