Versti dagur ársins á morgun 23. janúar 2005 00:01 Ef einhvern tímann er ástæða til að fara ekki á fætur heldur hanga í rúminu allan daginn, þá er það á morgun. Þá rennur upp versti dagur ársins samkvæmt nákvæmum útreikningum breskra vísindamanna. Ef þig langar allra mest til þess í fyrramálið að þrusa vekjaraklukkunni í vegginn, draga sængina upp fyrir haus og halda áfram að sofa þá er það í sjálfu sér ekkert undarlegt. Á morgun rennur nefnilega upp versti dagur ársins. Vísindamenn við Cardiff-háskóla í Bretlandi hafa með hjálp flókinna útreikninga komist að þessari niðurstöðu. Þar eru teknir með allir þeir þættir sem gera okkur lífið leitt í mesta skammdeginu. Fremst í flokki er veðrið. Líkurnar á leiðindaveðri og vondri færð eru yfirþyrmandi á morgun. Það gerir okkur strax ergilegri og eykur slysahættu í umferðinni. Þar sem við svo sitjum súr undir stýri bætast við áhyggjur af jólaeyðslunni og krítarkortareikningnum sem fer að detta inn um bréfalúguna. Gleðin sem fylgir því að gefa og þiggja á jólum er farin að minnka enda sléttur mánuður frá því við dönsuðum í kringum jólatréð. Og ekki bætir það skapið að hugsa um áramótaheitin. Það eru þrjár vikur síðan við ákváðum að taka upp heilbrigðari lífsstíl, hætta að reykja og stunda líkamsrækt. Það eru um það bil tvær vikur síðan þetta fór í vaskinn og við þurfum að horfast í augu við að við höfum ekki viljastyrk. Ofan á allan þennan blús bætist svo við að það er fátt að hlakka til á þessum árstíma og til að bæta gráu ofan á kolsvart þá er jú mánudagur á morgun. Allt saman gerir þetta það að verkum að mánudagurinn 24. janúar er verri en hinir 364 dagar ársins samkvæmt flóknum útreikningum Cliffs Arnalls, prófessors við Cardiff-háskóla. En það eru nokkur ráð sem geta gert daginn þolanlegri. Í fyrsta lagi er gott að borða góðan morgunmat. Hann veitir okkur aukna orku til að takast á við leiðindin. Svo getur verið gott að klæðast litríkum fötum á morgun því svart gerir bara vont verra. Rauður færir okkur orku en getur hins vegar gert okkur pirruð. Grænt og gult er gott, það örvar heilann. Ekki fara á fætur fyrr en í fyrsta lagi 12 mínútur yfir 7. Vísindamennirnir hafa komist að því að það dregur úr streitu. Það dregur líka úr streitu að vera góð við gæludýrin okkar. Og síðast en ekki síst verður dagurinn betri ef við syngjum með morguntónlistinni í útvarpinu. En það er kannski bara best að liggja undir sæng og leyfa deginum að líða. Þetta verður miklu betra á þriðjudaginn. Erlent Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Ef einhvern tímann er ástæða til að fara ekki á fætur heldur hanga í rúminu allan daginn, þá er það á morgun. Þá rennur upp versti dagur ársins samkvæmt nákvæmum útreikningum breskra vísindamanna. Ef þig langar allra mest til þess í fyrramálið að þrusa vekjaraklukkunni í vegginn, draga sængina upp fyrir haus og halda áfram að sofa þá er það í sjálfu sér ekkert undarlegt. Á morgun rennur nefnilega upp versti dagur ársins. Vísindamenn við Cardiff-háskóla í Bretlandi hafa með hjálp flókinna útreikninga komist að þessari niðurstöðu. Þar eru teknir með allir þeir þættir sem gera okkur lífið leitt í mesta skammdeginu. Fremst í flokki er veðrið. Líkurnar á leiðindaveðri og vondri færð eru yfirþyrmandi á morgun. Það gerir okkur strax ergilegri og eykur slysahættu í umferðinni. Þar sem við svo sitjum súr undir stýri bætast við áhyggjur af jólaeyðslunni og krítarkortareikningnum sem fer að detta inn um bréfalúguna. Gleðin sem fylgir því að gefa og þiggja á jólum er farin að minnka enda sléttur mánuður frá því við dönsuðum í kringum jólatréð. Og ekki bætir það skapið að hugsa um áramótaheitin. Það eru þrjár vikur síðan við ákváðum að taka upp heilbrigðari lífsstíl, hætta að reykja og stunda líkamsrækt. Það eru um það bil tvær vikur síðan þetta fór í vaskinn og við þurfum að horfast í augu við að við höfum ekki viljastyrk. Ofan á allan þennan blús bætist svo við að það er fátt að hlakka til á þessum árstíma og til að bæta gráu ofan á kolsvart þá er jú mánudagur á morgun. Allt saman gerir þetta það að verkum að mánudagurinn 24. janúar er verri en hinir 364 dagar ársins samkvæmt flóknum útreikningum Cliffs Arnalls, prófessors við Cardiff-háskóla. En það eru nokkur ráð sem geta gert daginn þolanlegri. Í fyrsta lagi er gott að borða góðan morgunmat. Hann veitir okkur aukna orku til að takast á við leiðindin. Svo getur verið gott að klæðast litríkum fötum á morgun því svart gerir bara vont verra. Rauður færir okkur orku en getur hins vegar gert okkur pirruð. Grænt og gult er gott, það örvar heilann. Ekki fara á fætur fyrr en í fyrsta lagi 12 mínútur yfir 7. Vísindamennirnir hafa komist að því að það dregur úr streitu. Það dregur líka úr streitu að vera góð við gæludýrin okkar. Og síðast en ekki síst verður dagurinn betri ef við syngjum með morguntónlistinni í útvarpinu. En það er kannski bara best að liggja undir sæng og leyfa deginum að líða. Þetta verður miklu betra á þriðjudaginn.
Erlent Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira