Innlent

Magnús formaður Varðar

Magnús L. Sveinsson var í dag kjörinn formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel Sögu. Magnús er fyrrverandi formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar en hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn til margra ára. Magnús tekur við embættinu af Margeiri Péturssyni sem gaf ekki kost á sér aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×