Innlent

Áhersla á ufsa

Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, var viðstaddur við opnun Grænu vikunnar í Berlín (Die Internationale Grüne Woche) daganna 20.-21. janúar. Heimsótti hann meðal annars sýningarbás þar sem Árni Simsen matreiðslumaður matreiddi íslenskan ufsa að viðstöddum gestum. Græna vikan, sem er alþjóðleg matvælasýning, er nú haldin í sjötugasta skipti. Þetta árið á að gera fisk og fiskafurði enn meira áberandi en áður, og vakin er sérstök athygli á heilnæmi, gæðum og hollustu fisksins. Verkefnið er fjármagnað af þýsku aðilunum en Íslendingum var boðið að taka þátt og kynna sínar afurðir enda Ísland stór fiskútflytjandi á þýskan markað. Í ár er lögð sérstök áhersla á ufsa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×