Innlent

Úrbætur í íslenskukennslu

Í könnuninni á viðhorfum innflytjenda á Vestfjörðum og Austurlandi kom fram að stór hluti þeirra áttu í miklum erfiðleikum með íslenskuna. Félagsmálaráðherra sagði niðurstöður könnunarinnar í mörgum atriðum athyglisverðar. Þar kæmi meðal annars fram, að innflytjendur teldu að þeir þyrftu virkilega á því að halda að læra meiri íslensku til að verða virkari þátttakendur í samfélaginu og væru mjög viljugir til þess. hann gat þess að starfandi væri samráðshópur ráðuneyta félagsmála, dómsmála og menntamála um þennan málaflokk. "Það er kannski það sem kemur hvað ánægjulegast á óvart í könnuninni er að um 90 prósent þeirra sem svara eru viljugir til að læra meira í málinu," sagði Árni. "Við höfum heyrt af því að það er miklu meira brottfall á nemendum á þessum hópum heldur en almennt gerist, eflaust að minnsta kosti að hluta til vegna þess að íslenskukunnáttan er nægilega mikil."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×