Tveir af fjörutíu hafa sótt um fé 17. janúar 2005 00:01 Aðeins tveir grunnskólar af fjörutíu í Reykjavík hafa sótt um fjármagn til að bæta nemendum upp það tjón, sem hlaust af verkfalli grunnskólakennara. Dæmi eru um að bæði kennarar og foreldrar setji sig á móti því að kennslustundum barnanna fjölgi, segir formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Borgarráð samþykkti fyrir áramót að veita fimmtíu milljónir til grunnskóla borgarinnar vegna launakostnaðar sem af því hlytist að kennslustundum yrði fjölgað. Þannig átti að bæta nemendum og þá sérstaklega 10. bekkingum upp það tjón sem hlaust af átta vikna löngu verkfalli. Gert var ráð fyrir allt að 60 klukkustundum á deild í hverjum skóla en skólunum er í sjálfsvald sett hvernig að því verður staðið, hvort kenna eigi á laugardögum, frídögum eða lengja einhverja skóladaga. Runólfur Birgir Leifsson hjá fjármálasviði Fræðsluráðs Reykjavíkur segir að tveir skólar, Seljaskóli og Foldaskóli, hafi sótt formlega um aukið fé en margir aðrir skólastjórar hafi haft samband við hann og allir vinni þeir þessu máli. Sú vinna gæti þó verið til einskis. Kennarar þurfa að samþykkja að taka á sig yfirvinnuna, en Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist vita af skólum þar sem andstaðan hefur verið slík að ekki verður hægt að bjóða nemendum upp á fleiri kennslustundir þrátt fyrir að fjármagnið bíði. Hann segir mjög skiptar skoðanir um það hvort bæta eigi nemendum kennslutapið eða ekki. Sumum finnist það ekki vera á sinni könnu að bæta tapið. Ýmislegt annað spili inn í. Skólar, kennarar og foreldrar þurfi að vinna saman að þessu og sumir hafi skipulagt frí auk þess sem börn séu í alls kyns tómstundum. Þetta þurfi allt að smella saman svo hægt sé að koma þessu í framkvæmd. Fréttir Innlent Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Aðeins tveir grunnskólar af fjörutíu í Reykjavík hafa sótt um fjármagn til að bæta nemendum upp það tjón, sem hlaust af verkfalli grunnskólakennara. Dæmi eru um að bæði kennarar og foreldrar setji sig á móti því að kennslustundum barnanna fjölgi, segir formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Borgarráð samþykkti fyrir áramót að veita fimmtíu milljónir til grunnskóla borgarinnar vegna launakostnaðar sem af því hlytist að kennslustundum yrði fjölgað. Þannig átti að bæta nemendum og þá sérstaklega 10. bekkingum upp það tjón sem hlaust af átta vikna löngu verkfalli. Gert var ráð fyrir allt að 60 klukkustundum á deild í hverjum skóla en skólunum er í sjálfsvald sett hvernig að því verður staðið, hvort kenna eigi á laugardögum, frídögum eða lengja einhverja skóladaga. Runólfur Birgir Leifsson hjá fjármálasviði Fræðsluráðs Reykjavíkur segir að tveir skólar, Seljaskóli og Foldaskóli, hafi sótt formlega um aukið fé en margir aðrir skólastjórar hafi haft samband við hann og allir vinni þeir þessu máli. Sú vinna gæti þó verið til einskis. Kennarar þurfa að samþykkja að taka á sig yfirvinnuna, en Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segist vita af skólum þar sem andstaðan hefur verið slík að ekki verður hægt að bjóða nemendum upp á fleiri kennslustundir þrátt fyrir að fjármagnið bíði. Hann segir mjög skiptar skoðanir um það hvort bæta eigi nemendum kennslutapið eða ekki. Sumum finnist það ekki vera á sinni könnu að bæta tapið. Ýmislegt annað spili inn í. Skólar, kennarar og foreldrar þurfi að vinna saman að þessu og sumir hafi skipulagt frí auk þess sem börn séu í alls kyns tómstundum. Þetta þurfi allt að smella saman svo hægt sé að koma þessu í framkvæmd.
Fréttir Innlent Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira