Innlent

Íþróttamannvirki vígð

Glæsileg íþróttamannvirki voru vígð á Hólmavík við hátíðlega athöfn í gær. Annars vegar er um að ræða 25 metra útisundlaug og hins vegar fullkomið íþróttahús. Hvort tveggja var tekið í notkun á síðasta ári. Sundlaugin er lögleg keppnislaug og við hana eru tveir heitir pottar og barnavaðlaug. Íþróttahúsið er samtengt henni. Á þriðja hundrað manns var við vígsluathöfnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×