Innlent

Jakkaföt Björgólfs á 10 milljónir

Jóhannes Jónsson í Bónus greiddi nú rétt áðan 10 milljónir króna fyrir teinótt jakkaföt í eigu Björgólfs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsbankans. Teinóttu jakkafötin voru boðin upp í beinni útsendingu allra sjónvarpsstöðvanna en til hennar var efnt til að safna fé til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu. Fyrsta boð í jakkaföt Björgólfs var 100 þúsund krónur en Jóhannes í Bónus sló alla út af laginu og bauð fyrir hönd Baugs tíu milljónir króna. Jóhannes lét ekki þar við sitja heldur gaf hann Björgólfi fötin aftur. Nú fyrir stundu höfðu safnast 42 milljónir króna. Símar söfnunarinnar eru 901-1000, 901-3000 og 901-5000 og skuldfærist samsvarandi upphæð af símreikningi. Auk þess er hægt hringja í síma 755-5000 vegna hærri framlaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×