Innlent

Eldur í Mosfellsbæ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds að Tröllateigi í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Þar logaði eldur í nýbyggingu. Ekki var um mikinn eld að ræða og ekki urðu miklar skemmdir. Eldurinn náði að læsa sig í einangrun þannig að hætta var á eitruðum reyk en vel gekk að slökkva eldinn og varð engum meint af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×