Innlent

Tíu ár liðin frá snjóflóðinu

Á morgun verða tíu ár liðin frá því snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að fjórtán manns fórust. Í tilefni þess verður haldin minningarguðsþjónusta í íþróttahúsinu í Súðavík og hefst hún klukkan 14. Kirkjugestum er boðið að tendra á kertum við athöfnina til minningar um hina látnu. Prestarnir sr. Valdimar Hreiðarsson og sr. Magnús Erlingsson þjóna við athöfnina. Þá verður minningar- og bænastund í Lágafellskirkju klukkan 20.30. Séra Karl V. Matthíasson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson annast stundina. Fréttastofa Stöðvar 2 mun í nokkrum fréttum um helgina fjalla um harmleikinn, sorgina og uppbygginguna eftir hamfarirnar. Í fréttatímanum í kvöld verður rifjað upp þegar flóðin féllu á byggðina snemma morguns 16. janúar árið 1995 meðan flestir íbúar voru enn í fastasvefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×