Innlent

Úrræði vegna heimilisofbeldis fá

Úrræði vegna heimilisofbeldis eru af skornum skammti úti á landi samanborið við höfuðborgarsvæðið. Á þetta bendir Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður í tengslum við fréttir Stöðvar 2 um að nálgunarbann, sem sett var á ofbeldisfullan sambýlismann konu í Vestmannaeyjum, hafði lítið að segja. Sif sagði í þjóðmálaþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld að konur sem sæti ofbeldi af hendi maka eigi að hafa lögmann með sér þegar þær kæra til lögreglu. Auk þess geta þær leitað til Stígamóta, Kvennaathvarfsins og sérfræðinga á neyðarmóttöku spítalanna en þetta er allt í Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×