Innlent

Söfnunin í fullum gangi

Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar í Asíu er í fullum gangi og nær hámarki með sameiginlegri útsendingu þriggja sjónvarpsstöðva í kvöld. Elín Þ. Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri söfnunarinnar, segir dagskrá verða í Kringlunni, Smáralindinni og á Glerártorgi á Akureyri í dag þar sem landsþekkt fólk mun koma fram, t.d. Diddú, tenórarnir þrír, Bjössi Bolla og margir fleiri, og gefa allir vinnu sína. Símasöfnunin er sem áður segir í gangi og eru framlög skuldfærð á símreikninga: - 1000 krónur sé hringt í símann 901 1000 - 3000 krónur sé hringt í símann 901 3000  - 5000 krónur sé hringt í símann 901 5000 Klukkan 14 opnar símanúmer fyrir þá sem vilja gefa hærri upphæð. Númerið er 755 5000 Í kvöld nær söfnunin svo hámarki þegar sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2, RÚV og Skjár einn standa saman að útsendingu þar sem verða ýmis skemmtiatriði. Útsendingin hefst klukkan 19.40 og hægt verður að fylgjast með henni í beinni hér á Vísi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×